Poppari

Margrét Þóra Þórsdóttir

Poppari

Kaupa Í körfu

Akureyri | Mörgum þykir gott að maula poppkorn og virðist þessi unga dama vera í þeim hópi. Hún var hins vegar alveg tilbúin að deila góðgæti sínu með nærstöddum og bauð úr pokanum á báða bóga milli þess sem hún bragðaði sjálf á. Daman sat í makindum í blíðskaparveðri uppi á borði við þjónustumiðstöðina Hamra við Akureyri, en þar var mikill mannfjöldi samankominn um liðna helgi líkt og jafnan er þessa miklu ferðahelgi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar