Krummi í Áshlíð

Margrét Þóra Þórsdóttir

Krummi í Áshlíð

Kaupa Í körfu

KJÖTBOLLUR er það besta sem hann fær," sagði Hlynur Friðriksson um nýjan meðlim fjölskyldunnar í Áshlíð 7 en um liðna helgi fann faðir hans ófleygan hrafnsunga við Togarabryggjuna. Hann var illa á sig kominn, banhungraður og þyrstur. Krummi var tekinn með heim og er nú í fóstri þar til hann braggast. Systkinin Hlynur, Rakel og Monika hugsa vel um þennan nýja vin sinn og njóta til þess aðstoðar foreldra sinna. MYNDATEXTI: Fjaðraður fjölskylduvinur Börnin í Áshlíð á Akureyri, Rakel, Monika og Hlynur hafa eignast nýjan vin, ófleygan hrafnsunga sem faðir þeirra fann illa til reika um helgina. Hann verður æ gæfari eftir því sem tíminn líður.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar