Kertafleyting á Tjörninni

Þorkell Þorkelsson

Kertafleyting á Tjörninni

Kaupa Í körfu

ÍSLENSKAR friðarhreyfingar standa að kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn þriðjudaginn 9. ágúst nk. Athöfnin er í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna á japönsku borgirnar Hírósíma og Nagasakí en 60 ár eru frá árásunum og 20 ár frá fyrstu kertafleytingunni hér á landi. Af því tilefni efnir Samstarfshópur friðarhreyfinga til samkomu í Tjarnarsal Ráðhússins fyrir fleytinguna, kl. 20.30. Sænski rithöfundurinn Monica Braw heldur erindi og Guðmundur Georgsson læknir. Kertafleytingin hefst með dagskrá kl. 22.30 en safnast verður saman við suðvesturbakka Tjarnarinnar. Ingibjörg Haraldsdóttir kennari flytur ávarp og Felix Bergsson flytur ljóð. Fundarstjóri er Páll Óskar Hjálmtýsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar