Stelpur í kartöflugarði í Hafnarfirði

Stelpur í kartöflugarði í Hafnarfirði

Kaupa Í körfu

VINKONURNAR Elva Björk, 10 ára, og Halla Líf, 9 ára, voru í skólagörðunum í Hafnarfirði að skoða sprettu kartöflugrasanna þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að. Þær voru ánægðar með sprettuna en sögðust þó ekki ætla að taka upp fyrr en nær drægi september, væntanlega til að kartöflurnar safni nokkrum aukakílóum þangað til. Vonandi flýtur samt eitthvað af smælki með þegar tekið verður upp. Mennskt smælki veit sem er að það er langskemmtilegast að borða það.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar