Stuðmenn á tónleikum og Valgeir Guðjónsson

Stuðmenn á tónleikum og Valgeir Guðjónsson

Kaupa Í körfu

Útihátíð í Fjölskyldugarðinum | "Umhverfis Stuðmannasöguna á 80 mínútum" ÁTTA ÞÚSUND manns "Stuðmenntu" í Laugardalinn á laugardagskvöldið til að berja augum Stuðmenn í ýmsum myndum en farið var "umhverfis Stuðmannasöguna á 80 mínútum". Stuðmennirnir Hildur Vala, Eyþór, Ásgeir, Egill, Tómas, Þórður og Jakob komu fram ásamt Valgeiri Guðjónssyni sem Rytmakónginum Lars Himmelbjerg, Gylfa Kristinssyni sem Elvis Eyþórssyni og Ragnari Danielsen sem Leó Löve. Hinir upphaflegu meðlimir Stuðmanna, Valgeir Guðjónsson, Gylfi Kristinsson, Ragnar Danielsen og Jakob Frímann Magnússon hófu leikinn áður en núverandi hljómsveitarmeðlimir komu fram, með Egil Ólafsson og Hildi Völu fremst í flokki. MYNDATEXTI: Valgeir Guðjónsson tróð upp með Stuðmönnum í fyrsta skipti í áratug.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar