HM í Norrköping

Eyþór

HM í Norrköping

Kaupa Í körfu

ÍSLENDINGAR voru sigursælir á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem lauk í Norrköping í gær. Þeir hlutu fimm gullverðlaun og tvenn silfurverðlaun auk þess sem tveir ungir piltar unnu gull fyrir bestan árangur sem ungmenni í sínum greinum. Jóhann Skúlason náði þeim frábæra árangri að verða efstur í töltinu með hæstu einkunn sem gefin hefur verið á slíku móti og hljóta þar með heimsmeistaratitilinn og hið eftirsótta tölthorn í þriðja sinn. Talið er að tæplega 30.000 manns hafi verið á mótinu í gær, en þátttökuþjóðir voru 14 talsins að þessu sinni. Hjónin Anna og Magnús Skúlason höfðu ýmsu að fagna; bæði urðu heimsmeistarar í skeiði en ekki nóg með það, því von er á fjölgun bæði hjá Önnu og hryssunni hennar, Brynju frá Glæsibæ. |

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar