Veiðimyndir

Einar Falur Ingólfsson

Veiðimyndir

Kaupa Í körfu

Þetta minnir mig á þá Laxá sem ég þekkti í gamla daga," sagði Magni Jónsson læknir við veiðifélagana í Laxá í Aðaldal nú um helgina en þá tók veiðin góðan kipp. Magni talar af reynslu en hann hefur veitt á svæðum Laxárfélagsins í 20 ár og sagði mörg ár síðan hann hefði orðið var við jafn mikla laxagengd í Laxá, sem kölluð hefur verið Drottning íslenskra laxveiðiáa. MYNDATEXTI: Jón Pétur Magnason háfar 67 cm hæng sem faðir hans, Magni Jónsson, setti í neðst í Brúarhyl í Laxá í Aðaldal rétt fyrir lok vaktar á föstudag.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar