FH - Þróttur 5:1

Ragnar Axelsson

FH - Þróttur 5:1

Kaupa Í körfu

ÞAÐ var virkilega gaman hjá FH-ingum í gærkvöldi og hefur raunar verið í allt sumar. Liðið hefur ekki tapað leik í deildinni í sumar og er með fullt hús og komið með aðra höndina á Íslandsbikarinn þó svo leikmenn segist ekki ætla að fagna fyrr en allt sé orðið 100% öruggt. Í gær mættu Hafnfirðingar, bæði leikmenn og fjöldi áhorfenda, á Laugardalsvöllinn og sáu Íslandsmeistaraefnin leggja Þrótt 5:1. MYNDATEXTI: FH-ingurinn Davíð Þór Viðarsson skorar mark sitt gegn Þrótti á Laugardalsvelli í gærkvöld. Til varnar eru Jens Sævarsson og Fjalar Þorgeirsson, markmaður Þróttara.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar