Valur - ÍBK 0:0

Ragnar Axelsson

Valur - ÍBK 0:0

Kaupa Í körfu

MIKLUM baráttuleik Vals og Keflavíkur lauk með markalausu jafntefli á Hlíðarenda í Landsbankadeild karla í gærkvöldi. Bæði lið fengu tækifæri til að gera út um leikinn en svo virðist sem mikið álag að undanförnu hafi sett mark sitt á leikmenn sem virkuðu þreyttir og sumir hverjir örmagna undir lok leiksins. Valsmenn sitja enn í öðru sæti deildarinnar með 31 stig, ellefu stigum á eftir FH-ingum, en þar á eftir koma Keflvíkingar með 21 stig. MYNDATEXTI: Guðmundur Steinarsson, fyrirliði Keflvíkinga, á í höggi við varnarmann Vals, Grétar Sigfinn Sigurðsson, á Hlíðarenda í gærkvöldi. Leiknum lauk með markalausu jafntefli í baráttuleik.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar