R-listinn 1994 - Fyrsti fundur

R-listinn 1994 - Fyrsti fundur

Kaupa Í körfu

R-listinn tekur við völdum í Reykjavík um miðjan júní. Samkomulag hefur þegar tekist um myndun nýs meirihluta í nokkrum sveitarfélögum á landinu og viðræður milli flokka eru víðast hvar hafnar eftir sveitarstjórnarkosningarnar sl. laugardag. MYNDATEXTI: Hinir nýkjörnu borgarfullbrúar og varaborgarfulltrúar R-listans komu saman til fundar síns í hádeginu í gær. skyggna úr safni, birtist fyrst 19940531 Mappa: Reykjavík ýmislegt, nr. 3, síða 23, röð 3. (Fimmtudaginn 16. júní, 1994: Formenn nefnda skipaðir Á FUNDI borgarstjórnar í kvöld verður gengið frá skipan í helstu nefndir borgarinnar. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins verður Pétur Jónsson formaður atvinnumálanefndar, Gunnar Gissurarson formaður bygginganefndar og Guðrún Ögmundsdóttir formaður félagsmálaráðs. Árni Þór Sigurðsson verður formaður hafnarstjórnar og Dagvistar barna, Alfreð Þorsteinsson formaður stjórnar innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar og stjórnar veitustofnana og Guðrún Ágústsdóttir formaður skipulagsnefndar. Sigrún Magnúsdóttir stýrir skólamálaráði, Steinunn Óskarsdóttir íþrótta- og tómstundaráði, Margrét Sæmundsdóttir umferðarnefnd, Bryndís Kristjánsdóttir umhverfisnefnd, Helgi Pétursson ferðamálanefnd, Guðrún Jónsdóttir menningarmálanefnd og Arthur Mortens verður formaður stjórnar SVR. Formaður heilbrigðisnefndar verður Sigurborg Daðadóttir, Kristín Á. Ólafsdóttir formaður sjúkrastofnana og Álfheiður Ingadóttir formaður stjórnar Sorpu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar