Uppskeruhátíð

Ragnar Axelsson

Uppskeruhátíð

Kaupa Í körfu

Um þessar mundir eru börn sem verið hafa í skólagörðum vítt og breitt um landið að sjá afrakstur erfiðis síns í sumar. Uppskerutíminn stendur yfir og starfsemi garðanna að ljúka, en það á við um Skólagarðana í Höfn í Hornafirði þar sem uppskeruhátíð var á dögunum. Vonandi er að uppskeran hafi verið ríkuleg og börnin farið heim til foreldra sinna með fulla poka af vítamínríku grænmeti af ýmsu tagi. Vert er að benda á að það er upplagt að setja grænmeti með í nestisboxið nú þegar skólahald hefst á ný eftir helgi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar