Svínárnes

Svínárnes

Kaupa Í körfu

Nú um síðastliðna helgi fór nokkur hópur inn í Svínárnes til að byggja upp gamlan leitarmannakofa.Svínárnes er kunnur næturstaður fyrir fjallmenn, hestamenn o.fl. á miðjum Hrunamannaafrétti á móts við Bláfell á Biskupstungnaafrétti. Þar er bærilegur fjallaskáli. Ekki geta þó allir fjallmenn í fyrstu leit legið í honum, en þeir eru nær fjórir tugir. Félag áhugamanna um uppbyggingu gamalla leitarmannakofa á Hrunamannaafrétti, skammstafað ÁSÆL, var stofnað hér í sveitinni í fyrra og eru félagsmenn um sjötíu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar