Húsbílar

Kristján Kristjánsson

Húsbílar

Kaupa Í körfu

Íslensk hjón í Danmörku hafa búið í húsbílnum sínum í þrjú ár og líkar vel EIGENDUR ríflega 40 húsbíla frá Noregi og Svíþjóð eru staddir hér á landi en þeir komu til landsins á bílum sínum með Norrænu frá Bergen á dögunum. Húsbílafólkið hefur ferðast um landið og m.a. skemmt sér með húsbílaeigendum á höfuðborgarsvæðinu...Hinir erlendu gestir komu til landsins að tilstuðlan hjónanna Sigrúnar Haraldsdóttur og Jóns Gunnars Þorkelssonar. Þau eiga lögheimili í Danmörku en hafa búið í húsbílnum sínum undanfarin þrjú ár og m.a. dvalið á Spáni yfir vetrartímann. MYNDATEXTI: Flakkarar Sveinn Heiðar Jónsson til hægri og kona hans Erla Oddsdóttir með þau Jón Gunnar Þorkelsson og Sigrúnu Haraldsdóttur á milli sín á bílastæðinu við Blómaskálann Vín í Eyjafjarðarsveit.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar