Anna Kandler Pálsson og Kristín Ingólfsdóttir

Anna Kandler Pálsson og Kristín Ingólfsdóttir

Kaupa Í körfu

Dr. Jens Ó.P. Pálsson, fyrrverandi prófessor í mannfræði og forstöðumaður Mannfræðistofnunar Háskólans, lét eftir sig margvísleg gögn um rannsóknir sínar eftir langan og frjóan starfsferil. Ekkja hans, Anna Kandler Pálsson, hefur afhent Háskóla Íslands þessi gögn til eignar og varðveislu, og veitti Kristín Ingólfsdóttir rektor þeim viðtöku. Gögnin sem um ræðir eru bækur og tímarit, mannfræðileg áhöld, ljósmyndir, bréf og niðurstöður flokkunar og mælinga í rannsónum dr. Jens á Íslendingum. MYNDATEXTI: Kristín Ingólfsdóttir háskólarektor (t.h.) tekur í höndina á Önnu Kandler Pálsson, ekkju dr. Jens Pálssonar, en hún stundaði einnig umfangsmikilar rannsóknir á sviði líkamsmannfræði í samstarfi við eiginmann sinn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar