Listasafn Reykjavíkur

Listasafn Reykjavíkur

Kaupa Í körfu

Boekie Woekie er heiti afar sérstæðrar bókabúðar í Amsterdam. Verslunin sérhæfir sig í sölu bókverka; það er að segja bóka sem eru myndlistarverk. Þessi óvenjulega verslun hefur í sumar rekið útibú í forsal Listasafns Reykjavíkur, Hafnarhúsi, í tengslum við sýningu á verkum Dieters Roths, Lest, en hann er einn þeirra listamanna sem Boekie Woekie hefur á sínum snærum og eru þar seld bæði bókverk og grafíkverk úr hans smiðju. MYNDATEXTI: "Ég var ekki ýkja bjartsýnn á þetta til að byrja með," segir Jan Voss, einn þriggja eigenda bókabúðarinnar Boekie Wokie, sem hefur haft útibú í Listasafni Reykjavíkur í sumar. "En síðan hefur þetta gengið bara vel."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar