Strokleður

Strokleður

Kaupa Í körfu

Hver segir að mistök geti ekki verið skemmtileg? Þegar áköfum skólakrökkum verður á í messunni við að skrifa í stílabækur er strokleðrið ómissandi bjargvættur og sé það nógu skrautlegt og skemmtilegt er bara gaman að grípa til þess. Strokleðrin sem hér má sjá hafa ýmsa eiginleika fyrir utan þann augljósa að láta vitleysur hverfa, s.s. að ilma vel eða jafnvel að skipta um lit eftir hitastigi eigandans. Hvort sem áhugasviðið er villt dýr, snyrtivörur, kraftmikil farartæki eða brosandi blóm á námfús nemandinn að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar