FH - Valur 2:0

Jim Smart

FH - Valur 2:0

Kaupa Í körfu

FH-ingar sýndu og sönnuðu enn og aftur í gærkvöldi að þeir hafa á að skipa langbesta knattspyrnuliði landsins. Á fjórða þúsund manns lögðu leið sína í Kaplakrika og urðu vitni að 2:0 sigri FH-inga á Valsmönnum og með honum innsigluðu FH-ingar annan meistaratitil sinn í röð. FH hefur unnið alla 15 leiki sína á Íslandsmótinu, markatala liðsins er 46:6 og forysta þeirra í deildinni er 14 stig. MYNDATEXTI: Meistaratitli fagnað. Ásgeir Ásgeirsson, Baldur Bett, Atli Viðar Björnsson, Daði Lárusson og þjálfarinn, Ólafur Jóhannesson, stíga sigurdans í Kaplakrika í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar