Akranes - Uppbygging

Sigurður Elvar Þórólfsson

Akranes - Uppbygging

Kaupa Í körfu

Það stefnir í metár í byggingarframkvæmdum á Akranesi ÞEIR sem hafa heimsótt Akranes á undanförnum misserum hafa tekið eftir því að mörg fjölbýlis-, par- og einbýlishús hafa risið í Flatahverfi í næsta nágrenni við sveitabæinn Steinstaði sem á árum áður stóð einn og yfirgefinn "langt uppi í sveit". En í dag eru Steinstaðir miðpunkturinn í nýju íbúðahverfi sem risið hefur á undanförnum árum. MYNDATEXTI: Gamalt og nýtt Byggðin í Flatahverfi er í næsta nágrenni við Safnasvæðið á Görðum og mun svæðið verða miðpunktur í nýja hverfinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar