Brim við Dyrhólaey

Árni Torfason

Brim við Dyrhólaey

Kaupa Í körfu

HAFIÐ hefur löngum verið yrkisefni íslenskra skálda sem ýmist blóta sjónum eða tilbiðja hann. Ófáir söngvarnir fjalla um sjómennsku og þann toll sem hafið gat tekið af lítilli þjóð sem hafði lífsviðurværi sitt af fiskveiðum. Eflaust fyllast flestir lotningu og um leið óhug í fjörunni austan við Dyrhólaey en þar er brimið oft ægilegt. Stúlkan á myndinni virtist þó ekki láta ölduganginn á sig fá þegar hún fékk sér gönguferð eftir fjörunni. Öldurnar minntu hana samt reglulega á hver ræður þegar þær skullu á klöppunum með tilheyrandi gusum í allar áttir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar