Góðgerðarmál

Góðgerðarmál

Kaupa Í körfu

Hlutavelta | Þessar ungu dugmiklu dömur úr Ólafsvík, þær Þórhildur, Sigurbjörg Metta, Valgerður og Line, héldu flóamarkað til styrktar barnadeild Hringsins við innganginn á versluninni Kassanum. Voru stelpurnar með gott úrval af vörum sem þær höfðu safnað sjálfar og fengið gefins hjá vinum og ættingjum. Verðinu var stillt í hóf hjá þeim og mátti fá góðar vörur frá 5 kr. upp í 500 kr. Voru þær ánægðar að söludegi loknum og seldu fyrir 8.600 kr., sem verða afhentar barnadeild Hringsins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar