Lystigarðurinn

Kristján Kristjánsson

Lystigarðurinn

Kaupa Í körfu

Lystigarðurinn á Akureyri skartar sínu fegursta þessa dagana og hefur sjaldan verið fallegri. Garðurinn er vinsæll viðkomustaður gesta sem heimsækja bæinn, jafnt innlendra sem erlendra ferðamanna og þá ekki síst á góðviðrisdögum. Í garðinum eru til sýnis nær allar íslensku gróðurtegundirnar, sumarblóm, tré, runnar og fjölærar plöntur, alls um 420 tegundir og mikið af innfluttum gróðri en í garðinum eru alls um 6.500 plöntutegundir. Björgvin Steindórsson forstöðumaður sagði að Lystigarðurinn væri fróðleiksbrunnur fyrir þá sem vilja læra að þekkja plöntur og skipuleggja sinn eigin garð. Hann sagði að aðsóknin í sumar hefði verið með besta móti og hún ykist jafnt og þétt ár frá ári. myndvinnsla akureyri. listigarðurinn á akureyri skartar sínu fegursta þessa dagana. litur. mbl.kristjan.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar