Leifur Ágústsson Mávahlíð

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Leifur Ágústsson Mávahlíð

Kaupa Í körfu

LEIFUR Ágústsson, bóndi í Mávahlíð í Snæfellsbæ, var við minkaveiðar í gær en rakst á tvær tófur. Leifur ætlaði að skjóta tófurnar út um gluggann á bílnum sínum en önnur þeirra slapp, þar sem hann rak sig í takkann sem hreyfir bílrúðuna. Leifur náði hinni tófunni og var hann heldur betur vígalegur þar sem hann gekk með feng sinn í nágrenni Snæfellsjökuls. Veðrið var kalsalegt, enda er haustið að bresta á með kaldari dögum en vonandi fögrum stillum. Í baksýn kúrir Jökullinn sem heillað hefur fólk um aldirnar með ægikrafti sínum og undarlegri dulúð.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar