Guðrún Helga Össurardóttir

Guðrún Helga Össurardóttir

Kaupa Í körfu

Af einhverjum ástæðum skarta konur hér á landi höttum ekki mjög oft sem kemur kannski til af því hversu íslenska rokið getur rifið duglega í og jafnvel feykt slíku höfuðskrauti langt á haf út. Ekki er víst að rokið sé neitt miklu minna á Bretlandi, en þar er áralöng hefð fyrir hattanotkun og engin kona með konum nema hún eigi þó nokkur eintök af höttum. Í síðustu viku komu sex hundruð konur úr kvennasamtökunum Ladies Circle saman á Íslandi en hjá þeim er hefð fyrir því að mæta með höfuðskraut á aðalfund og var engin leið að láta það fram hjá sér fara og nokkar hattakonur teknar tali. MYNDATEXTI: Guðrún Helga Össurardóttir sagðist aldrei vera með hatt nema í þessum félagsskap en þó ætti hún einn hatt til viðbótar heima. Í hattinn hafði hún nælt ótal merkjum sem konurnar í Ladies Circle gefa hver annarri og því eru merkin frá hinum og þessum löndum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar