Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar

Árni Torfason

Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar

Kaupa Í körfu

Borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna hefur hafið fundaröð í hverfum borgarinnar um framtíð Reykjavíkur. Fyrsti fundurinn var á mánudagskvöld. Að sögn Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, oddvita sjálfstæðismanna í borgarstjórn, stefnir hópurinn að því að halda átta hverfafundi næstu vikuna. Markmiðið sé að kynna hugmyndir borgarstjórnarflokksins um framtíðarskipulag Reykjavíkur og hlusta á þær athugasemdir sem borgarbúar kunna að hafa við þær. "Við ákváðum að vinna þetta með góðum aðdraganda og fyrirvara fyrir kosningarnar," útskýrir Vilhjálmur. Hann segir að hugmyndirnar verði síðan mótaðar enn frekar með tilliti til þeirra athugasemda sem fram komi á hverfafundunum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar