KK og The Grinders

Þorvaldur Örn Kristmundsson

KK og The Grinders

Kaupa Í körfu

JOHN Scott Alexander kallar sig alla jafna Professor Washboard, eða prófessor Þvottabretti. Það er vegna þess að þessi knái Bandaríkjamaður er einn af fáum mönnum í heiminum sem atvinnu hafa af því að leika tónlist á þvottabretti. Hann er einn af liðsmönnum blússveitarinnar The Grinders, sem kom hingað fyrst sumarið 1989 og spilaði þá á sex tónleikum fyrir fullu húsi á Rósenberg kjallaranum. Aðrir í sveitinni á þessum tíma voru sjálfur KK, Kristján Kristjánsson, og Derrick Big Walker. Þessi tónleikahrina markaði upphaf spilamennsku KK hér á landi, en áður hafði hann flakkað um Evrópu, endanna á milli, og spilað á áfangastöðum sínum. Það var einmitt í kringum þessa spilamennsku sem KK kynntist prófessornum og stofnuðu þeir The Grinders ásamt fyrrnefndum Walker. Sveitin tók upp tónlist, sem kom svo út 15 árum síðar, árið 2004, á plötunni Upphafið MYNDATEXTI: Professor Washboard, fyrir miðju, hélt tónleika ásamt félögum sínum í The Grinders, KK og Marc Breitfelder, í Morgunblaðshúsinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar