Hús í Reykjavík

Ragnar Axelsson

Hús í Reykjavík

Kaupa Í körfu

Víða í Reykjavík er nú verið að reisa hús í grónum hverfum auk þess sem ný hverfi byggjast upp. GERT er ráð fyrir að ríflega 800 nýjar íbúðir verði byggðar í Reykjavík á þessu ári en í fyrra voru þær 863. Á næsta ári er jafnvel búist við að færri íbúðir verði tilbúnar en árin þar á eftir er gert ráð fyrir talsverðri fjölgun, að fullgerðar íbúðir verði rúmlega 1.000 árið 2007, um 1.250 árið 2008, um 1.200 2009 og um þúsund árið 2010. Stór hluti þessara nýju íbúða verður byggður á þéttingarsvæðum, þ.e. á ýmsum stöðum í borginni þar sem verið er að þétta byggð og breyta deiliskipulagi til að mæta aukinni spurn eftir íbúðum í grónum hverfum. MYNDATEXTI:Dagur B. Eggertsson sér m.a. fyrir sér að íbúðir verði í auknum mæli við Elliðaárvog.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar