Haustsól

Ragnar Axelsson

Haustsól

Kaupa Í körfu

Þótt haustið boði kólnandi tíð og brotthvarf blíðra sumardaga þykir mörgum það yndisleg árstíð. Loftið verður einhvern veginn tærara, litirnir hreinni, veðrið ferskara og ljósið skýrara. Þannig eru dagar haustsins eins og hressilegur svefngalsi eða rökkurhlaup fyrir langan lúr vetrarins. Þær Anna Dís og Agnes nutu sín vel þar sem þær voru að leik í haustsólinni í Mosfellsbænum, þegar ljósmyndari átti leið hjá, og ekki var félagsskapurinn af verra taginu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar