Gæsir

Gæsir

Kaupa Í körfu

Grágæsirnar sem ávallt setja svip sinn á Blönduósbæ í byrjun apríl fram í lok september eiga margar hverjar heilmikla sögu. Þessar ágætu gæsir sem bæði hafa kætt og grætt Blönduósinga í gegn um tíðina eru merkisberar árstíðanna. Gæsin SLU sem merkt var í sárum fyrir utan lögreglustöðina á Blönduósi sumarið 2000 sést hér þjálfa erfingja sína fyrir flugið mikla til Skotlands. Í stuttu máli þá yfirgaf SLU sumarstöðvar sínar á Blönduósi einhvern tíma í október merkingarárið og dvaldi á Inverness-svæðinu í Skotlandi yfir hörðustu vetrarmánuðina.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar