Íslandsbanki

Íslandsbanki

Kaupa Í körfu

Spáð að gengi krónunnar byrji að lækka á næsta ári GREININGARDEILD Íslandsbanka spáir 6,1% hagvexti í ár, sem er umtalsvert meiri vöxtur en verið hefur að meðaltali undanfarin 10 ár. Vöxturinn er auk þess mun hraðari en nú er í helstu viðskiptalöndum okkar, en í ríkjum OECD er spáð 2,6% hagvexti að jafnaði í ár. Enfremur spáir greiningardeildin frekar mjúkri lendingu í hagkerfinu. Þ.e. aðlögun að langtímajöfnuði með gengissigi, kröftugum vexti útflutnings og jákvæðum ytri skilyrðum. MYNDATEXTI: Íslandsbanki spáir að gengi krónunnar byrji að lækka á næsta ári og lækki um 20-25% til 2007 að því er fram kom á fundi bankans í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar