Hjólreiðamenn á Laugaveginum

Þorkell Þorkelsson

Hjólreiðamenn á Laugaveginum

Kaupa Í körfu

Í TILEFNI Samgönguviku í Reykjavík voru borgarbúar hvattir til að hjóla og ganga um borgina um helgina. Í gær var göngudagur fjölskyldunnar og íbúar hvattir til þess að ganga um hverfin sín, sérstaklega með það í huga að kenna börnum góðar gönguleiðir á þá staði sem þau sækja. Í gær leiddi Guðjón Friðriksson um 50 manns í göngu um Vesturbæinn, sem var valinn hverfi Samgönguviku að þessu sinni, og rýndi í sögu hans og skipulag.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar