Tónlistarfólk

Tónlistarfólk

Kaupa Í körfu

Það má búast við því að mikið verði um dýrðir í músíkheimum 27. janúar á næsta ári, en þá verður því fagnað að 250 ár verða liðin frá fæðingu Mozarts. Kammermúsíkklúbburinn hefur vetrarstarf sitt í kvöld kl. 20 með tónleikum í Bústaðakirkju, og segir Helgi Hafliðason, einn stjórnarmanna klúbbsins, að dagskrá hans í vetur verði að talsverðu leyti helguð tónskáldinu elskaða. MYNDATEXTI: Guðný Guðmundsdóttir, Ásdís Valdimarsdóttir, Sigurbjörn Bernharðsson, Gunnar Kvaran, Nina Flyer og James Dunham spila verk eftir Schubert, Richard Strauss og Dvorák á tónleikum Kammermúsíkklúbbsins í kvöld.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar