Nýr grunnskóli í Kórahverfi í Kópavogi

Þorkell Þorkelsson

Nýr grunnskóli í Kórahverfi í Kópavogi

Kaupa Í körfu

Fyrstu skóflustungur voru teknar í gærmorgun að nýjum grunnskóla í Kórahverfi í Kópavogi. Nokkur börn í hverfinu, þau Halldór Snær Jónasson, María Rut Þórðardóttir, Kolbrún Andrea Þórðardóttir og Ásdís Zebids, tóku skóflustungurnar að viðstöddum forráðamönnum bæjarins, þeim Gunnari I. Birgissyni bæjarstjóra, Ármanni Kr. Ólafssyni, forseta bæjarstjórnar, og Árna Þór Hilmarssyni fræðslustjóra. Fullbyggður mun skólinn taka um 500 börn en í fyrsta áfanga, sem taka á í notkun haustið 2006, verður byggt fyrir yngsta stigið. Grunnskólinn er sá tíundi sem Kópavogsbær rekur, staðsettur við Baugakór, en nýr skóli tók til starfa í Vatnsenda í haust.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar