Sigurður Jónsson

Árni Torfason

Sigurður Jónsson

Kaupa Í körfu

SVO virðist sem hagnaður Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR) af sölu tóbaks sé notaður til þess að niðurgreiða rekstur á sölu áfengis, að mati Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ), sem beita sér fyrir því að sala á áfengi verði gefin frjáls. "Það er verið að fara með rangt mál þegar því er haldið fram opinberlega eins og hefur verið gert að álagningin hjá ÁTVR sé svo lág, þeir komist af með 13% álagningu á léttvíni til dæmis. Þetta er bara ekki rétt, það er tóbakið sem stendur undir þessu," segir Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri SVÞ. MYNDATEXTI: Sigurður Jónsson

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar