Birgir Ísleifur kveðjuhóf

Sverrir Vilhelmsson

Birgir Ísleifur kveðjuhóf

Kaupa Í körfu

SÍÐASTI vinnudagur Birgis Ísleifs Gunnarssonar í embætti seðlabankastjóra var í gær. Af því tilefni færðu samstarfsmenn hans í bankanum honum yfirlit yfir vísitölu gengisskráningar þann tíma sem Birgir Ísleifur var seðlabankastjóri. Birgir Ísleifur tók við starfi seðlabankastjóra 1. febrúar 1991 og formennsku í bankastjórn frá 1994. Á myndinni, sem tekin var í kveðjuhófi sem haldið var til heiðurs Birgi Ísleifi í gær, sjást seðlabankastjórarnir Jón Sigurðsson (t.v.) og Eiríkur Guðnason (t.h.) skoða þróun vísitölunnar ásamt Birgi Ísleifi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar