Lesbók 80 árgangar

Golli /Kjartan Þorbjörnsson

Lesbók 80 árgangar

Kaupa Í körfu

Lesbók var aldrei ætlað að verða það sem kallað er menningartímarit, heldur var ætlunin að hún yki upplag Morgunblaðsins með afþreyingarefni eins og nú er sagt; fróðleik og skemmtiefni ýmiss konar. Þó var frá byrjun gert ráð fyrir að hún birti kvæði og þá einnig sögur, en aldrei að því stefnt að hún yrði sérstakur vettvangur helztu skálda landsins. Þó hafa þau tjaldað þar, oftast til einnar nætur, og hefur það aukið á vinsældir hennar og fjölbreytni. Alþýðuskáld svokölluð settu þó lengstum mark sitt á þetta fylgirit Morgunblaðsins og var það einatt gagnrýnt, að lággróður bókmenntanna var þar í fyrirrúmi, en til þess var ætlazt og ekkert markmið að keppa við menningartímaritin. Fjárhagurinn var þröngur og áherzla lögð á vinsældir og auðvelt efni til aflestrar. Sem dæmi um bókmenntalegt mat má geta þess að Tómas lét eina helztu perlu sína, Japanskt ljóð, af hendi til birtingar í Lesbók , en ljóðið gleymdist í erlinum. Þegar innt var eftir því var sagt það hefði ekki verið birt, svo það yrði ekki Tómasi til vansa:

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar