Eiðar

Steinunn Ásmundsdóttir

Eiðar

Kaupa Í körfu

Eiðar | Hugsanlegt er að samningi um sölu Eiðastaðar til Sigurjóns Sighvatssonar og Sigurðar Gísla Pálmasonar frá árinu 2001 verði rift. Á fundi bæjarráðs Fljótsdalshéraðs nú fyrir helgi var fjallað um málefni Eiðastóls ehf., og samning við sveitarfélagið um uppbyggingu á Eiðum. Í samningi við kaupendur Eiða sem staðfestur var 31. júlí 2001, er ákvæði um að þeir skuli verja að lágmarki 50 milljónum króna til starfsemi á staðnum á tímabilinu, ella geti sveitarfélagið rift kaupunum. Sigurjón Sighvatsson og Sigurður Gísli Pálmason skiluðu fyrir skömmu inn skýrslu um starfsemina til bæjarstjórnar og var sérstakur starfshópur settur á laggirnar í kjölfarið til að yfirfara þau gögn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar