Séra Gunnar Sigurjónsson

Sverrir Vilhelmsson

Séra Gunnar Sigurjónsson

Kaupa Í körfu

Séra Gunnar Sigurjónsson, prestur í Digraneskirkju, gerði sér lítið fyrir 18. júní árið 2004 og lyfti samanlagt 510 kílóum í Íþróttahúsi Digraness. Þar með gerði hann tilkall til titilsins sterkasti prestur í heimi. Í frétt Morgunblaðsins um atburðinn sagði meðal annars: "Metið átti bosnískur prestur, Ante Ledic, en hann lyfti 127 kílóum og er því óhætt að fullyrða að séra Gunnar hafi "jarðað það met", eins og hann orðaði það sjálfur. Ætlunin er að fá metið skráð í heimsmetabók Guinness. Gunnar tók hraustlega á í bekkpressu, hnébeygju og réttstöðu...Voru dómarar viðstaddir, þar af einn alþjóðlegur, og sáu til þess að allt væri löglegt. Gunnar segir að Ledic hafi skorað á starfsbræður sína að keppa við sig í aflraunum. "Ledic er kaþólskur og starfar meðal stríðshrjáðra. Hann hefur sett sér það markmið að eyða fordómum á milli kristinna og múslíma og vill nota íþróttir til að brúa þetta bil. Ég einfaldlega tók þessari áskorun," segir hann og skorar á aðra presta að gera slíkt hið sama." MYNDATEXTI: Séra Gunnar Sigurjónsson, sóknarprestur í Digraneskirkju.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar