Stjarnan - Anadolu 39:34

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Stjarnan - Anadolu 39:34

Kaupa Í körfu

Gestirnir frá Tyrklandi komu ákaflega sterkir og einbeittir til leiks í Garðabæ í gærkvöldi. Það var ljóst allt frá byrjun að leikur liðsins byggist upp í kringum tvo afar öfluga leikmenn, skytturnar Macesic og Iskenderoglu. Þær léku vörn Stjörnunnar oft grátt og áttu heimastúlkur í mesta basli við að stöðva þær. Eftir að hafa náð úr sér mesta hrollinum á upphafsmínútunum náði Stjarnan betri tökum á leik sínum og átti í fullu tré við tyrkneska liðið. Jafnræði var með liðunum allan fyrri hálfleikinn og skildi eitt mark þau að í leikhléi, 18:19. MYNDATEXTI: Það var hart barist í Ásgarði í gær og verður aftur á morgun.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar