Gleb
Kaupa Í körfu
Hann er engum líkur og þrautseigur með eindæmum, þessi maður sem hefur eytt ómældum tíma á bókasafni heima í Rússlandi yfir hálfrar aldar gamalli dansk-íslenskri orðabók og annarri ensk-íslenskri. Með bækur þessar einar að vopni og án þess að kunna nokkuð í íslensku, hefur honum tekist að raða saman orðum í bréf á íslensku til að óska eftir vinnu og vænni konu hér á Fróni. Fyrsta bréfið frá Gleb Therekhin barst hingað til lands árið 1994 í gegnum faxtæki á Umferðarmiðstöðinni og var það meðal annars birt í Morgunblaðinu. Þar bað þessi 34 ára gamli maður um hjálp við að "kynnast með kvenmaður frá Ísafold, með tilgangur bréfaviðskipti". Hann biður viðtakanda að afsaka málfræðilegar villur sínar og tekur fram að í Rússlandi sé ekki til nein rússnesk-íslensk orðabók. Hann segist vonast eftir svari og kveður með mikilli virðingu "yður starfsamur íslenzkur þjóð". MYNDATEXTI. Gleb Therekhin á íslenskri grund.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir