Gallerí Sævars Karls

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Gallerí Sævars Karls

Kaupa Í körfu

Í GALLERÍI Sævars Karls er að ljúka sýningu á myndum Kristínar Rögnu Gunnarsdóttur við ljóð Þórarins Eldjárns VÖLUSPÁ "þar sem atburðir hins forna kvæðis eru raktir í máli og myndum fyrir börn á öllum aldri". Myndirnar eru stækkuð prent af síðum bókarinnar Völuspá eftir þau Kristínu og Þórarin sem var að koma út hjá Máli og menningu. Ljóðið er samstiga upprunalega kvæðinu í formi og efni en hefur verið endurort á "skiljanlegra" máli og orð sem bera stuðla og höfuðstafi hafa verið feitletruð, líklega til að börnin fái meiri tilfinningu fyrir bragarhætti og hrynjandinni í ljóðinu. MYNDATEXTI Í heildina er verkið bæði glæsilegt og vandað og hver mynd nær að standa fyrir sínu sem sjálfstæð heild," segir Þóra Þórisdóttir meðal annars.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar