Ás vinnustofa

Kristinn Benediktsson

Ás vinnustofa

Kaupa Í körfu

Boðið í pitsupartí | Starfsmenn vinnustofunnar Ás í Brautarholti kættust vel á dögunum þegar forráðamenn BM ráðgjafar ehf. komu færandi hendi í hádeginu fyrir skömmu með pitsur og gos fyrir starfsfólkið og bréfabrotvél fyrir vinnustofuna. Gjafirnar voru þakklætisvottur fyrir vel unnin störf og ánægjulega samvinnu frá því að Ás vinnustofa hóf að pakka vörum og setja bréf í umslög til útsendingar sem BM ráðgjöf hefur milligöngu um fyrir sína samstarfsaðila.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar