Brotajárn

Birkir Fanndal

Brotajárn

Kaupa Í körfu

Mývatnssveit | Smám saman en þó hratt og örugglega hverfa ummerki Kísiliðjunnar af ásýnd Mývatnssveitar. Verksmiðjan er horfin og eftir eru aðeins lágreist vöruskemman og skrifstofubygging. Það eru starfsmenn Hringrásar sem hér eru að störfum. Þeir ganga einkar skipulega og snyrtilega til verka, sem menn gætu haldið að væri ekki auðveld viðfangs. Sól er að setjast eftir bjartan dag en kaldan þegar þessi tröllaukni stálkjaftur brytjar stálpípuna sem áður dældi kísilgúr frá Mývatni upp á verksmiðjusvæðið. Innan skamms verður aðeins brotajárnshaugur eftir og hann mun einnig hverfa.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar