VÍS og Kjarvalsstaðir gera með sér samning

Þorvaldur Örn Kristmundsson

VÍS og Kjarvalsstaðir gera með sér samning

Kaupa Í körfu

Kjarvalsstaðir | Undirritaður hefur verið samstarfssamningur milli Vátryggingafélags Íslands og Listasafns Reykjavíkur. Samningurinn er tilkominn vegna umfangsmikillar sýningar Listasafns Reykjavíkur á verkum Kjarvals sem fengið hefur heitið Jóhannes S. Kjarval - ESSENS og verður opnuð á Kjarvalsstöðum í dag. Samningurinn felur í sér gagnkvæman ávinning VÍS og Listasafnsins en auk beinna fjárframlaga frá VÍS hefur félagið tekið að sér að tryggja öll þau verk sem fengin eru að láni fyrir sýninguna, tæplega 90 talsins. Framlag Listasafns Reykjavíkur felur m.a. í sér sérstaka þjónustu við Vátryggingafélag Íslands og viðskiptavini þess. Það voru Finnur Ingólfsson, forstjóri VÍS, og Hafþór Yngvason, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, sem undirrituðu samninginn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar