Enron on Kawara

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Enron on Kawara

Kaupa Í körfu

Það eru forréttindi og ánægja að fjalla hér í stuttu máli um tengsl viðskipta og menningar í tilefni afmælis Lesbókarinnar sem hefur verið öflugur miðill lista og menningar í 80 ár. MYNDATEXTI: Menning og viðskipti Verkið er eftir Þórodd Bjarnason en hann hefur stillt upp nokkrum hugtökum úr heimum menningar og viðskipta með þessum hætti svo sem EBITDA/Dada, Free Cashflow/Realism, EVA/Kitsch, Greenspan/Judd, Corporate Governance/Abstract Expressionism. Listamaðurinn segir öðrum þræði um sjálfsmyndir að ræða en hugmyndin að verkunum varð til þegar hann stundaði MBA-nám við Háskólann í Reykjavík. Verkin fjalli hins vegar einnig um þessi tvö ósamrýmanlegu öfl, myndlist (menningu) og fjármál eða viðskipti. "Ég tefli hugtökum úr þessum tveimur heimum saman á hlutlausan flöt, líkt og ég setti menn úr báðum heimum saman í rými. Það eru engin líkindi á milli og orðin eru ekki valin saman af neinni ástæðu annarri en orðanna hljóðan og af því að þau eru fulltrúar þessara tveggja heima. Á fletinum/í rýminu þar sem þessi hugtök eru komin saman verður til einhver samræða/orðræða/umræða - einhver núningur. Þegar fólk úr viðskiptaheimi nálgast verkið skilur það annað hugtakið en ekki hitt og það veldur því að verkið spyr spurninga um tengsl og færir heimana saman - eða undirstrikar ólíkindin, fjarlægðina. Sama gerist þegar maður úr myndlistarheimi nálgast verkið."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar