Hestar

Jón Sigurðsson

Hestar

Kaupa Í körfu

Blönduós | Haustið heilsaði þessum hrossum, sem urðu á vegi fréttaritara, með rigningarsudda og bleytu. Skepnurnar virtust þó fátt hafa um það að segja, enda þykkur feldur ágæt vörn þó hann blotni aðeins. Raunar má ekki betur sjá en hrossin hafi verið að skiptast á gamansögum úr haganum og hlæja svo hrossahlátri að eigin fyndni. En ef til vill var það þó frekar óánægja með að grænt gras er hætt að sjást og haustlitirnir allsráðandi í haganum sem varð til þess að grön var geifluð.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar