Gunnlaugur Jónsson skrifar undir samning við KR

Þorkell Þorkelsson

Gunnlaugur Jónsson skrifar undir samning við KR

Kaupa Í körfu

ÞAÐ sem gerði útslagið fyrir mig er ég valdi að ganga til liðs við KR er að félagið ætlar sér að rífa sig upp úr þeirri lægð sem liðið hefur verið í undanfarin ár og ég taldi það spennandi verkefni fyrir mig sem knattspyrnumann að fá tækifæri til þess að taka þátt í því undir stjórn Teits Þórðarsonar þjálfara. Það er slagkraftur í starfinu hjá KR og félagið ætlar sér stóra hluti," sagði Gunnlaugur Jónsson fyrrverandi fyrirliði ÍA í gær er hann skrifaði undir 3 ára samning við KR en Gunnlaugur verður 31 árs gamall þann 29. nóvember nk. MYNDATEXTI: Gunnlaugur Jónsson, fyrrverandi fyrirliði ÍA, mátaði KR-treyju í gær undir vökulu augnaráði þeirra KR-Sport-manna, Jónasar Kristinssonar formanns, sem er til vinstri, og Kristins Kjærnested.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar