Katrín Anna Guðmundsdóttir

Katrín Anna Guðmundsdóttir

Kaupa Í körfu

,,Kona eins og ég..........´´ Hvað ertu að fást við núna? Núna fer allur tími minn í að að undirbúa kvennafrídaginn. Meðal annars er ég að vinna með Eddu Jónsdóttur verkefnisstjóra að kynningarmálum, skipulagningu og vefsíðugerð. Hvenær fórstu að fá áhuga á kvenréttindamálum? Það var þegar ég var rúmlega tvítug og var í skóla í Bandaríkjunum. Þá var ég í tíma hjá kennara sem var frekar mikil karlremba og átti til að segja miður skemmtilega brandara á kostnað kvenna. Eftir einn tímann sátum við þrjár stelpur og vorum að spjalla um þetta þegar ein segir: "Ég er ekki femínisti en..." Og svo kom hún með fjöldann allan af útskýringum á því hvað væri athugavert við athæfi kennarans. Þetta var í fyrsta skipti sem ég heyrði orðið femínisti og það vakti forvitni mína. Í framhaldinu leitaði ég á náðir orðabókarinnar en í henni sagði að þetta tiltekna orð þýddi "manneskja sem vill jafnrétti kynjanna". Þar með var minn áhugi vakinn. Ég fór á bókasafnið og tók allar bækur sem ég fann um þetta efni og byrjaði að lesa.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar