Café Rosenberg

Café Rosenberg

Kaupa Í körfu

Gömlu hljóðfærin í gluggunum og á veggjunum slá strax rétta tóninn, klarinettar, fiðla, trompet, túba, mandólín, og við endavegginn stendur gamla píanóið sem Guðmundur Ingólfsson kallaði "besta Skóda á Íslandi" þegar það þjónaði tilgangi sínum á Fógetanum forðum daga ..... Og það er einmitt vertinn, Þórður Pálmason, sem með sinni afslöppuðu þjónustu innsiglar notalega og vinalega stemmninguna sem einkennir Café Rosenberg við Lækjargötu. Af fullri hógværð er Rosenberg orðinn einn helsti samkomustaður fólks sem ann þroskaðri lifandi tónlist og mannlegum samskiptum í miðborg Reykjavíkur. MYNDATEXTI: Vertar í kaffipásu: Auður og Þórður finna stund milli stríða

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar