Hannes Smárason

Brynjar Gauti

Hannes Smárason

Kaupa Í körfu

Heildarvelta rekstrarfélaga FL Group eftir kaupin á flugfélaginu Sterling áætluð um 100 milljarðar Gengið hefur verið frá kaupum FL Group á danska lágfargjaldaflugfélaginu Sterling af Fons, eignarhaldsfélagi Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar. Kaupverðið er 1,5 milljarðar danskra króna, jafngildi tæpra 14,6 milljarða íslenskra króna og greiðir FL Group tæpa 10,7 milljarða í reiðufé og 3,9 milljarða með hlutafé. Kaupverðið er þó jafnframt tengt afkomu Sterling á næsta ári og miðast við að hagnaður Sterling fyrir afskriftir og fjármagnsliði, EBIDTA, verði 345 milljónir danskra króna og getur hækkað eða lækkað um allt að 500 milljónum danskra króna eftir því hver niðurstaðan verður. Pálmi Haraldsson mun áfram gegna stjórnarformennsku hjá Sterling og Almar Örn Hilmarsson verður áfram forstjóri þess.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar