Mótmælaspjöld vegna kvennafrídagsins undirbúin

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Mótmælaspjöld vegna kvennafrídagsins undirbúin

Kaupa Í körfu

LAUNAJAFNRÉTTI í raun. Því eru karlar ekki í fóstrunámi - eru það launin? Kvenréttindabarátta er mannréttindabarátta. Áfram stelpur! Jafnrétti strax í dag. Þetta var á meðal þeirra slagorða sem lesa mátti á kröfuspjöldum sem á lofti voru á kvennafrídeginum fyrir þrjátíu árum. "Þessi slagorð eiga því miður enn þá við í dag," segir Edda Jónsdóttir, verkefnisstjóri kvennafrídagsins, en eins og fram hefur komið verður kvennafrídagurinn endurvakinn 24. október nk., en þá eru liðin 30 ár frá kvennafríinu árið 1975. Allar konur eru hvattar til þess að leggja niður störf klukkan 14.08 þann dag MYNDATEXTI: Byrjað var um helgina að útbúa kröfuspjöld fyrir væntanlega göngu og baráttufund á kvennafrídeginum 24. október.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar